Nýr Range Rover Evoque fékk á dögunum fimm stjörnur í árekstrarprófi EuroNCAP og þar með mun betri útkomu en fyrri kynslóð þessa bíls. Með varnarprósentuna 94% fyrir fullorðna og 87% fyrir börn er þessi bíll sá öruggasti sem Land Rover hefur smíðað. Varnarprósentan fyrir fótgangandi er einnig góð eða 72% og líka fyrir hjálparöryggi eða 73% og þá fékk neyðarhemlun bílsins fullt hús stiga. Á sama tíma var nýr Citroen C5 Aircross prófaður en hann fékk aðeins fjórar stjörnur í grunnútfærslu sinni. Með Safety Plus pakkanum fær bíllinn þó fimm stjörnur en það mun vera staðalbúnaður hérlendis.