Koenigsegg hefur bætt sitt eigið hröðunarmet fyrir 0-400-0 km á klst um 1,8 sekúndu með óbreyttum Regera sportbíl. metið settu þeir á gömlum herflugvelli í Svíþjóð sem var ósléttur og að sögn bílstjórans, væri lítið mál að bæta metið strax á betra undirlagi. Tíminn sem Regera náði var 31,49 sek og var hann aðeins 22,87 sek að ná 400 km hraða. Það sem mörgum þótti meira um vert að meðtöldum Christian Von Koenigsegg sjálfum, var hversu vel hann bremsar en hann var aðeins 8,62 sek að fara úr 400 km hraða niður í núll. Metið kemur aðeins nokkrum vikum eftir að Bugatti Chiron bætti heimshraðametið og varð fyrsti framleiðslubíllinn í sögunni til að ná meira en 300 mílna hraða. Hinn 1.782 hesafla Regera var í sama gírnum allan tímann en Regera er með Direct Drive driflínunni sem gerir gíra óþarfa og minnkar tap á afli um allt að 50%. Vélarbúnaður Regera samanstendur af fimm lítra V8 bensínvél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum.