Land Rover er að þróa kerfi fyrir nýja Defender jeppann sem gerir ökumanni kleyft að stýra bílnum á litlum hraða, fyrir utan bílinn. Kerfið verður aukabúnaður við 360° myndavélakerfið sem er í bílnum og sýnir hindranir kringum bílinn. Kerfið er hannað fyrir notkun í torfærum en getur einnig hjálpað ökumanni að legjja í þröng stæði, þar sem ökumaður ætti ekki möguleika á að komast út úr bílnum. Einnig gæti ökumaður stýrt bílnum úr innkeyrslunni í annað stæði út um gluggann heima hjá sér ef því er að skipta. Spurningin er hvort að lögin nái yfir þetta. Til dæmis telst nóg lögum samkvæmt að drukkinn ökumaður setjist undir stýri til að missa réttindin, sem gerist ekki í þessu tilfelli.