Jessi Combs lést þann 27 ágúst síðastliðinn við að reyna við heimsmet í hraðakstri. Fjölskylda hennar hefur nú lagt tilraun hennar fyrir heimsmetabók Guinness til að samþykkja hana sem nýtt heimsmet. Jessi náði tveimur ferðum áður en hún lést, sú fyrri á 515,346 mílum og sú seinni á 548,432 mílum. Meðaltími þeirra tveggja er 531,889 mílur en gildandi heimsmet, sem Kitty O´Neil setti árið 1976 er 512,7 mílur. Til að setja þetta í eitthvað samhengi eru 531,889 mílur 856 km á klst. Ástæður þ.ess að Jessi lést við hraðametstilraun sína eru enn á huldu, en liðsfélagar hennar reyna að ná tölvubúnaði úr flakinu og lesa úr þeim hvað raunverulega gerðist.