Hinn nýi Tesla Model 3 er nýkominn til landsins, og nýtt umboð Tesla á Íslandi búið að fá sinn fyrsta prufubíl í hús. Þegar hafa tugir pantað slíka bíla og er biðin eftir þeim að styttast, en langflestir hafa pantað  AWD útgáfuna. Þessar góðu viðtökur ættu ekki að koma á óvart en Tesla Model3 náði þeim árangri nýlega að verða mest seldi bíllinn í Hollandi með meira en 10.000 eintök seld og tók þannig framúr hinum vinsæla VW Polo. Tesla er líka mest selda merkið í Noregi um þessar mundir en íslenska umboðið er undir hatti norðmanna.