Dómstóll í Prag úrskurðaði í máli tékkneskra VW eigenda gegn Volkswagen Group á dögunum bílarisanum í hag. Undirdómstóll hafði dæmt VW Group til að greiða þeim meira en 500 milljónir tékkneskra króna í bætur en dómstóllinn í Prag sendi málið aftur í hérað. Þótti dómstólnum málið ekki nógu vel flutt af sóknaraðilanum og bað því um nýjan úrskurð í málinu. Úrskurðurinn er mikill léttir fyrir VW Group í upphafi málsóknar þýskra bíleigenda gegn bílaframleiðandanum.