Chevrolet hefur látið tjaldið falla af nýrri Corvettu, þeirri fyrstu með fellanlegu þaki sem komið hefur fram. Þakið er í tveimur hlutum og það eru sex rafmótorar sem sjá um að fella það niður, en þakið sest niður í hólf fyrir aftan ökumannsrýmið fyrir ofan vélina sjálfa. Þakið getur farið niður áaðeins 16 sekúndum og það er hægt á ferð uppað 50 km hraða á klst. Vélin er sú sama og í Coupé bílnum en hún er 6,2 lítra V8 sem skilar alls 495 hestöflum. Sjálfskiptingin er fyrsta átta þrepa skiptingin frá Chervrolet og er með tveimur kúplingum til að tryggja hraðar skiptingar. Það sem aðgreinir bílinn frá Coupé bílnum eru stífari gormar en nýi bíllinn er 36 kílóum þyngri.