Ríkisstjórn Donalds Trump mun grandskoða samruna PSA og FCA sem inniheldur Chrysler að sögn efnahagsráðgjafa Hvíta hússins, Larry Kudlow, en samruninn mun búa til fjórðu stærstu bílaframleiðslu í heiminum. „Við munum að sjálfsögðu grandskoða samninginn“ sagði Kudlow í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „Forsetinn hefur ekki látið hafa neitt eftir sér um samninginn en við erum ekki hræddir við að eiga viðskipti við erlend fyrirtæki, eins og guð veit“ sagði Kudlow ennfremur. Þegar hann var spurður út í 12,2% eignahluta Dongfeng Motors frá Kína í PSA samsteypunni sagði Kudlow: „Vegna fyrri samskipta okkar við Kína erum við á verði.“ Orðrómur er um að Dongfeng Motors muni selja sinn hlut til að auðvelda leið samningsins gegnum bandaríska regluverkið. „Við fögnum góðum samningi og vonumst eftir meiri framleiðslu í Bandaríkjunum, en fleiri verksmiðjur og aukin atvinna er okkur mikilvæg“ sagði Kudlow að lokum.