Toyota Supra GT4 mun koma á markað á næsta ári en bíllinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf í vor. Toyota hefur nú látið uppi tækniupplýsingar bílsins og stóru fréttirnar eru þær að aflið eykst um næstum 100 hestöfl, en linusexan með forþjöppunni sem í bílnum er, skilar 429 hestöflum. Við vélina er sjö þrepa keppnissjálfskipting í stað átta þrepa skiptingar sem verður í götuútgáfunni. Þar sem hér er keppnisbíll á ferðinni er eiginþyngd hans aðeins 1.350 kg sem er 180 kg minna en í götubílnum. Í honum verða sex stimpla bremsudælur að framan og fjögurra stimpla að aftan. Sama fjöðrun er í honum, MacPherson að framan og fjölliða að aftan en keppnisbíllinn er með KW keppnisdempurum. GT4 fer í sölu á næsta ári og kostar rúmar 24 milljónir íslenskra króna.