Það var rafbíllinn Audi e-tron sem var mest seldi bíllinn í Noregi í október með 8,3% markaðshlutdeild. Audi í Noregi afhenti 873 rafbíla en næsta merki í röðinni var Volkswagen með 748 VW Golf bíla. Samtals eru hreinir rafbílar 35,7% seldra bíla í Noregi síðastliðinn mánuð. Líkt og á Íslandi eru skattaívilnanir á rafbíla. Sala á Tesla Model 3 féll niður í 1,2% í október en hann er mest seldi bíll ársins í Noregi það sem af er árinu.