Seat bílaframleiðandinn mun frumsýna nýtt rafhjól á sýningu í Barcelona sem kallast Smart City Expo þann 19. nóvember næstkomandi. Myndin sem fylgir fréttinni er aðeins af afturenda hjólsins og verðum við að bíða örlítið lengur eftir endanlegri útkomu. Hjólið verður svipað Peugeot Satgelis 125 og Honda Forza 125 að stærð og verður eins og nafnið felur í sér í sama stærðarflokki. Flokkur 125 rsm hjóla er með hámarksaflið 15 hestöfl sem er þá líklega hámarksafl nýja hjólsins. Ekkert hefur verið gefið upp um þyngd eða drægni að svo komnu máli. Framleiðslan verður í samvinnu við spánska framleiðandann Silence og er von á fleiri smáökutækjum af þessu tagi frá merkinu.