Harley-Davidson hefur frumsýnt tvö ný mótorhjól á EICMA mótorhjólasýningunni í Mílanó. Greinilega er um alveg nýjan mótor er að ræða í hjólunum en hann er laus við undirlyftustangir og er vatnskældur. Mótorinn er V2 með 60° horni og kemur í tveimur mismunandi stærðum. Pan America er nýtt ferðahjól frá HD sem að verður með 1.250 rsm og Bronx er nakið sporthjól með 975 rsm útgáfu af sama mótor. Í 1.250 Pan America skilar mótorinn 145 hestöflum og 125 Newtonmetra togi en í 975 rsm útgáfunni í Bronx er hann að skila 115 hestöflum og 95 Newtonmetrum.

Pan America er nýtt 1.250 rsm ferðahjól frá Harley-Davidson.