Fyrsti kynningardagur Bílasýningarinnar í Los Angeles er 18. nóvember í næstu viku og þar verða fjölmargar blaðamannakynningar á bílum sem einnig eru væntanlegir á Evrópumarkað. Sýningin er meira en hundrað ára gömul og þar hafa margir frægir bílar verið frumsýndir og árið í ár er engin undantekning. Fréttablaðið mun birta umfjöllun á bílasíðu blaðsins komandi fimmtudag og hér er forsmekkur þess sem vænta má á sýningunni, sem opin verður almenningi frá 22. nóvember til 1. desember. Audi mun frumsýna framleiðslugerð e-Tron Sportback raf bílsins sem verður með 402 hestafla rafmótor og 400 km drægni. Bollinger er nýr framleiðandi raf bíla sem ætlar að nota sýninguna til að kynna B1 og B2 jeppann og pallbílinn. Að sögn framleiðandans verða þeir „afkastamestu sportjeppar veraldarinnar“ hvað sem það nú þýðir en líklega fáum við að vita meira þegar þeir verða kynntir. BMW ætlar að kynna fjóra bíla, 2-línu Gran Coupe, M8 Gran Coupe og X5 og X6 í M-útfærslum. M8 bílnum er att til kapps við Porsche Panamera og er hans beðið með nokkurri eftirvæntingu, en hann verður með 616 hestaf la, 4,4 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum. Ford hefur tilkynnt að merkið muni frumsýna Mach E jepplinginn sem er byggður á útliti Mustang sportbílsins. Sá bíll fer í sölu strax á næsta ári og verður með allt að 600 km drægni að sögn framleiðandans. Auk þess mun Mini frumsýna 302 hestaf la GP útgáfu, Porsche kynna Taycan 4S, VW nýja ID. Space Vizzion hugmyndabílinn og Toyota tengiltvinnútgáfu RAV4 jepplingsins svo af ýmsu er að taka.