Bugatti íhugar nú að koma með ódýrari ofurbíl á markað, bíl sem líklega yrði fjórum til fimm sinnum ódýrari en Bugatti Chiron. Bugatti er í viðræðum við Volkswagen Group um verkefnið en bíllinn yrði rafdrifinn. Stefnan er að gera Bugatti merkið þannig úr garði að það standi undir sjálfu sér og þá er nauðsynlegt að framleiða bíla sem seljast í aðeins meira magni en ofurbílar eingöngu. Bíllinn yrði annað hvort stór fólksbíll í samkeppni við Panamera eða jafnvel sportjeppi eins og Jaguar I-Pace eða nýr Mustang Mach E. Slíkur Bugatti myndi þó ekki keppa við áðurnefnda bíla heldur vera mun íburðarmeiri og líklega öflugri. Bugatti Veyron var frægur á síðasta áratug en líka sá bíll sem mest tap hefur verið á. Bugatti gerir betur að standa undir sér fjárhagslega um þessar mundir en vantar bíl sem tryggt getur betur framtíð sína. Bugatti Chiron á nú met með 483 km hámarkshraða en aðeins 500 slíkir verða smíðaðir. Enn eru um 100 slíkir óseldir. Ef til kemur yrði nýr Bugatti framleiddur í meira magni eða um 600 bílar árlega.