Það er skondið að á sama tíma og Ford er að frumsýna nýja Mustang Mach E rafsportjeppann er Ford að koma að öðru verkefni, sem er framleiðsla á eftirlíkingu af Boss 429 sem framleiddur var fyrir 50 árum síðan. Bíllinn var frumsýndur á SEMA sýningunni í Las Vegas í síðustu viku og er nákvæm eftirlíking á ytra byrði bílsins. Undir skinninu er þó vöðvabúnt af annarri kynslóð. Í stað sjö lítra vélarinnar er komin 8,4 lítra V8 vél sem skilar 815 hestöflum. Við hana er Tremec beinskiptur gírkassi og Centerforce DYAD kúpling með tveimur diskum. Bíllinn er breyttur af Classic Restorations og þeir breyttu líka fjöðruninni. Að aftan er komin fjögurra liða fjöðrun og stillanleg fjöðrun að framan. Bak við álfelgurnar eru Wilwood bremsur með sex stimplum að framan og fjórum að aftan. Hvert eintak mun taka fjóra mánuði í smíði og þarf að sérpanta hvern bíl. Hann verður ekki ódýr en hvert eintak mun kosta um 25 milljónir króna.
LEITA
NÝJUSTU FÆRSLUR
- Kia Xceed – Bíllinn sem vantar Sport í nafnið
- Slógu sex ára gamalt Cannonball hraðamet
- Renault Zoe – Kjölturakki sem kemst langt
- VW hættir þróun kappakstursbíla með brunahreyflum
- Rimac C_Two ofurbíllinn frumsýndur í Genf
- Jawa á Indlandi með Bobber á næsta ári
- Royal Enfield stefnir að rafvæðingu
- Fer BMW R18 í framleiðslu á næsta ári?
- Frekari innkallanir hjá Daimler vegna dísilvéla?
- Batman fær bíl á áttræðisafmælinu
Efnisflokkar
- Fréttir (82)
- Reynsluakstur (16)
Leave A Comment