Mercedes-Benz hefur sent frá sér mynd sem sýnir útlínur nýs GLA jepplings. Einnig hefur Mercedes staðfest að bíllinn verður frumsýndur 11. desember næstkomandi. Á myndinni sést að bíllinn er líkur A-línunni enda byggður á honum en framljósin eru þó svipuð og á GLB jepplingnum. Þótt það verði lægra undir nýjan GLA en fyrirrennarann verður hann þó 10 sm hærri sem þýðir mun meira höfuðrými í nýja bílnum. Hann á einnig að hafa meira fótarými þrátt fyrir að vera 15 mm styttri. Innréttingin verður í sama stíl og í nýrri A-línu. Bíllinn verður boðinn með nýrri 1,3 lítra bensínvél með forþjöppu sem er hönnuð í samstarfi við Renault-Nissan. Einnig verður tveggja lítra bensínvél í boði ásamt 1,5 lítra dísilvél til að byrja með.