Búið er að kynna lista yfir þá sjö bíla sem komnir eru í úrslit fyrir valið á Bíl árins í Evrópu árið 2020. Bílarnir voru valdir af 30 bílum sem tilnefndir voru og eru ný módel nýrra kynslóða sem eru fáanlegir í allavega fimm löndum þegar valið fer fram. Dómnefnd samanstendur af 60 bílablaðamönnum frá 23 löndum í Evrópu. Tilkynnt verður hvaða bíll hlýtur titilinn á bílasýningunni í Genf í byrjun mars, en í fyrra vann Jagúar I-Pace sem og hér á Íslandi í haust.
Hér er listinn yfir bílana í úrslitum:

BMW 1-lína
Ford Puma
Peugeot 208
Porsche Taycan
Renault Clio
Tesla Model 3
Toyota Corolla