Lamborghini hefur frumsýnt geggjað útlit nýs V12 ofurbíls. Eini gallinn er að hann verður aðeins fáanlegur sem bíll í Gran Turismo Sport leiknum fyrir Playstation leikjatölvuna. Bíllinn var frumsýndur í rafheimum við úrslit Gran Turismo tölvuleikjakeppninnar í Monte Carlo og þótt hann verði ekki smíðaður í raunheimum verður hægt að keyra hann í Playstation frá og með næsta vori. Það sem er merkilegt við bílinn er það að hönnun hans fór fram í hönnunardeild Lamborghini í Bolognese. Hönnun hans var nokkurs konar framtíðarstúdía og gæti gefið einhverja innsýn í hugarheim hönnuða merksins. Ólíklegt er að Lamborghini fari að framleiða eins sæta bíl þar sem ökumaður sest uppí að framanverðu líkt og í orustuþotu, eða að öll stjórntæki verði í stýrinu. Maður skal þó aldrei segja aldrei.