Á þessu ári verður teiknimyndasagan um Batman 80 ára og í tilefni þess ákvað Camal kvikmyndaverið á Ítalíu að gefa riddara næturinnar afmælisgjöf í formi nýs bíls. Bíllinn er einfaldlega kallaður BAT80 og í hefð við fyrri bíla Batman er þessi ýktur í alla staði. Hann mun þó ekki geta flogið enda er það bara fyrir Superman.

Káeta Batman er undir óbrjótanlegu gleri og opnast fram á við, en bíllinn er með langri vélarhlíf í stíl við fyrri bíla Batman. Vélin er undir kæliblöðum sem ná eftir endilöngu húddinu og er ofurþéttir sem skýtur ögnum með ofurhraða. Til að kæla þessa framtíðarvél er kælikerfið búið fljótandi köfnunarefni.

Vopn BAT80 bílsins eru heldur ekki af verri sortinni og má þar meðal annars nefna byssu sem skýtur höggbylgju að framan og vélbyssur meðfram hliðunum sem skotið geta ýmsum gerðum skotfæra. Dekkin eru með felgum sem geta skotið út teinum til að bíllinn geti keyrt við erfiðar aðstæður.