BMW hefur látið frá sér tækniupplýsingar um nýja R18 hjólið sem verður búið stærsta boxer mótor sem sést hefur í mótorhjóli. R18 hjólið var sýnt sem tilraunahjól á EICMA sýningunni en einnig á bílasýningunni í Los Angeles. Vélin er 1.802 rsm og er með tveimur yfirliggjandi knastásum hvoru megin. Hver stimpill er 107 mm breiður en vélin er engin léttavara og viktar 110 kg ein og sér. Hún skilar 91 hestafli og það sem er meira um vert, 158 Newtonmetra togi við 3.000 snúninga. BMW hefur ekki gefið upp nákvæmlega hvenær þeir hyggjast kynna hjólið í framleiðsluútgáfu annað en að segja „einhverntíman árið 2020.“