Jawa merkið sem á uppruna sinn að rekja til Tékklands hefur tilkynnt að það muni koma með Bobber útgáfu Perak hjólsins í framleiðslu á næsta ári. Hjólið er með sama vélbúnað, vatnskældan 350 rsm, eins strokks mótor sem skilar 30 hestöflum. Útlitið er einfalt og stílhreint og afturfjöðrunin er falin undir hlífum sem gefur því þetta sérstaka útlit. Gírkassinn er sex gíra og hjólið mun uppfylla kröfur um A2 réttindi. Besta við hjólið verður samt örugglega verðið því að hjólið mun aðeins kosta 350.000 kr í Indlandi.