Rimac er merki frá Króatíu sem hingað til hefur aðeins framleitt einn bíl og það tilraunabílinn Concept_One. Sá bíll vakti athygli á fyrirtækinu og Porsche og Hyundai bílaframleiðendurnir hafa báði keypt hlut í fyrirtækinu. Concept_One var 1.224 hestafla rafbíll en var aðeins framleiddur í átta eintökum. Næsti bíll Rimac verður enn metanaðafyllri en það er C_Two sem fer í almenna framleiðslu. Sá bíll verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf og verður allavega framleiddur í 150 eintökum og mun kosta 300 milljónir króna stykkið.

En hvað er það sem réttlætir verðmiða eins og þennan? Til að byrja með verður bíllinn 1.914 hestöfl og mun geta farið í hundraðið á undir tveimur sekúndum. Hann er búinn fjórum rafmótorum og hámarkshraðinn er 415 km á klst. Rafhlaðan er 120 kWh og hefur 550 km drægni samkvæmt WLTP staðlinum. Með því að nota 250 kílówatta hraðhleðslustöð er hægt að hlaða bílinn í 80% hleðslu á aðeins tveimur mínútum. Bíllinn verður smíðaður í Zagreb í Króatíu ásamt Pininfarina Battista ofurbílnum sem notar sama undirvagn og C_Two. Framleiðsla mun hefjast seint á næsta ári og verður framleiðlsugetan einn bíll á viku.

Rimac C_Two verður með fjórða stigs sjálfkeyribúnaði svo að hann mun geta lært á keppnisbrautir og kennt ökumanni sínum hvaða línur er best að taka. Sjálfkeyribúnaðurinn er þróaður í samstarfi við Roborace og mun bíllinn hafa sex radaskynjara, ein lidar skynjara og 12 hátíðniskynjara, auk níu myndavéla. Innandyra verða sex skjáir og er einn þeirra fyrir farþegan eingöngu. Tveir skjánna verða með snertiskífum svo að hægt sé að flytja afl milli fram- og afturhjóla eftir þörfum ökumannsins. Helsti keppinautur Rimac C_Two verður Lotus Evija ofurrafbíllinn sem verður svipaður í afli og verði.