Hennessay breytingafyrirtækið er með öfluga gerð C8 Covette í pípunum en þeir sögðu frá því að til stæði að setja 1200 hestafla útgáfu á götuna á næsta ári. Til að ná þessari hestaflatölu verður bíllinn með tveimur forþjöppum en vélin verður líka endurhönnuð, fær þrykkta álstimpla og hærri þjöppu svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður bíllinn með tveggja kúplinga sjálfskiptingu auk Brembo bremsukerfis og stillanlegri Penske fjöðrun. Eins og sjá má á myndinni eru breytingar á ytra byrði með CarbonAreo pakka sem á að létta bílinn og bæta loftflæði. Venjuleg C8 Corvetta er 495 hestöfl og einnig verður hægt að fá Hennessay breytingu sem er aðeins með einni forþjöppu og hækkar hestaflatöluna í 700 hross.