Það styttist í að eitt umdeildasta farartæki Ferrari komi á götuna en Ferrari Prosangue fer bráðum að komast á framleiðslustig. Hann mun deila undirvagni með nýjum Roma GT, að vísu nokkuð breyttum. Sá undirvagn er fjölhæfur en Ferrari bílar fara nú að skiptast í tvær fjölskyldur, með vélina frammí eða afturí. Að sögn tæknistjóra Ferrari, Michael Lieters býður undirvagn Purosangue uppá fjórhjóladrif og V6, V8 eða V12 vélar. Aðrar tækniupplýsingar hafa ekki verið birtar enn sem komið er.