Mazda-bílamerkið vill halda rafhlöðum bíla sinna af minni gerðinni til að minnka kolefnisfótspor raf bíla sinna. Mazda MX-30 raf bíllinn er væntanlegur í sumar en hann verður með 35 kWh rafhlöðu og rafmótor hans mun skila 141 hestafli og hafa um 210 km drægi. Mazda gengur svo langt að segja að þeir muni aldrei framleiða raf bíl með stórri rafhlöðu þar sem slíkir raf bílar séu jafnvel síður vistvænni en Skyactiv-dísilbíll yfir líftíma sinn. Benda þeir á japanska rannsókn því til staðfestingar. Mazda MX-30 raf bílsins er þó varla að vænta hingað til lands fyrr en á árinu 2021.