Carloz Sainz sem keppir á Mini vann hið erfiða Dakar rall eftir 13 daga erfiða keppni. Hann kom í mark sex mínútum og 21 sekúndu fljótari en Nasser al-Attiyah á Toyota sem vann keppnina í fyrra.

Sainz er 57 ára gamall spánverji og hefur tvisvar unnið keppnina áður árið 2010 og 2018. Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, Fernando Alonso náði þrettánda sæti  í sinni fyrstu tilraun við Dakar rallið, en hann lenti í tveimur óhöppum í keppninni. Sá sem varð þriðji var enginn annar en Stephan Peterhansel en hann ehfur unnið Dakar rallið alls 13 sinnum á bílum og mótorhjólum.

Ricky Brabec á Honda keppnishjóli sínu.

Sá sem vann keppnina í mótorhjólaflokki var Ricky Brabec og er hann fyrsti ameríkaninn til að vinna keppnina. Hann keppir á Honda sem hafði ekki unnið Dakar rall í 31 ár. Með sigrinum stöðvaði hann 18 ára sigurgöngu KTM í Dakar rallinu sem hefur unnið óslitið síðan 2001. Í trukkaflokki var það Andrey Karginov sem vann á Kamaz 42 mínútum á undan næstu keppendum.