Saksóknarar í Þýskalandi hafa hafið rannsókn á notkun ólöglegs búnaðar í Mitsubishi dísilbílum segir í frétt Automotive News. Er verið að skoða 1,6 og 2.2 lítra dísilvélar fyrir Euro 5 og 6 og eru eigendur bíla með slíkum vélum keyptir eftir 2014 beðnir um að hafa samband við lögreglu. Bílarnir geta verið búnir svokölluðum svindlbúnaði og geta átt það á hættu að vera teknir úr umferð. Lögregla og lið saksóknara leituðu á 10 stöðum víða um Þýskalandi í gær, þriðjudag. Leitað var hjá Denso sem að sér Mitsubishi fyrir dælum og spíssum fyrir innspýtingar vélanna, sem og þremur stöðum hjá Continental. Að sögn Tatsuo Yoshida, fréttaskýranda hjá Bloomberg gæti hugsanleg innköllun vegna málsins haft áhrif á 400.000 bíla Mitsubishi Ekki er líklegt að málið muni hafa áhrif hér á landi þar sem að flestir bílar sem Mitsubshi selur hér eru bensínbílar. Mitsubishi L200 2014-2019 er hins vegar með 2,4 lítra dísilvélinni.