Fyrsti rafmagnsbíll Lexus er UX jepplingur sem verður með 201 hestafla rafmótor og 300 km drægi. Lexus UX 300e verður fyrst um sinn seldur í Kína en er væntanlegur á Evrópumarkað snemma á næsta ári. Bíllinn er búinn 54,3 kWh rafhlöðu og rafmótor bílsins knýr framhjólin. Sá skilar 201 hestafli og 300 Newtonmetra togi sem gefur honum viðbragðstíma uppá 7,5 sekúndur í hundraðið en hámarkshraðinn er aðeins 160 km á klst. Undirvagninn er breytt útgáfa TNGA GA-C undirvagnsins sem er einnig undir tvinnútgáfu UX og nýjum C-HR. Innréttingin er sú sama og í UX tvinnbílnum en lagt hefur verið meira í hljóðeinangrun í þessum bíl. Farangursrýmið er reyndar aðeins stærra og rúmar 367 lítra. Að utan er bíllinn meira að segja lítið breyttur, með breyttum áherslum á grilli og framstuðara.