Meðal þess sem að Toyota kynnti á Kenshiki ráðstefnunni í Amsterdam var ný útgáfa Supra sportbílsins með tveggja lítra vél. Vélin kemur frá BMW Z4 og er fjögurra strokka með forþjöppu og skilar 258 hestöflum. Upptak þessa bíls er 5,2 sekúndur í hundraðið eða aðeins 0,8 sekúndum minna en í þriggja lítra bílnum, en þessi uppsetning skilar sér í bíl sem er 100 kg léttari. Togið er 400 Newtonmetrar og við vélina er átta þrepa ZF sjálfskipting. Það vekur athygli að mengunargildi vélarinnar er aðeins 156 g/km af CO2 sem þýðir að bíllinn ætti ekki að kosta of mikið hérlendis komi til innflutnings á honum. Toyota sýndi bílinn í svokallaðri Fuji Speedway útgáfu sem er hvít með rauðum speglum og svörtum félgum. Sala á bílnum mun hefjast í mars í Evrópu.