Búið er að tilkynna hvaða bílar eru í valinu á Heimsbíl ársins 2020 en það var kynnt á bílasýningunni í Delphi í Indlandi. Tilkynnt verður havaða þrír bílar komast í úrslit í hverjum flokki á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði og hver hlýtur titilinn verður svo kynnt á bílasýningunni í New York í apríl. Ekki skal rugla saman þessu vali og Bíl ársins í Evrópu, en úrslit í því vali eru einnig tilkynnt í Genf.

Búið er að fækka bílunum fyrir heildarvalið úr 29 í 10 og eru þeir Hyundai Sonata, Kia Soul EV, Kia Telluride, Range Rover Evoque, Mazda 3, Mazda CX-30, Mercedes CLA, Mercedes GLB, VW Golf og VW T-Cross. Einnig eru fjórir aðrir flokkar í valinu, borgarbíll ársins, lúxusbíll ársins, sportbíll ársins og hönnunarbíll ársins. Loks eru veitt verðlaun fyrir bílamanneskju ársins 2020.

Í borgarbíl ársins eru í úrslitum Kia Soul EV, Mini Electric, Peugeot 208, Renault Clio og VW T-Cross. Úrslitabílar í lúxusbíl ársins eru BMW X5, BMW X7, Mercedes EQC, Porsche 911 og Porsche Taycan. Sportbílar ársins eru BMW M8, Porsche 718 Cayman, Porsche 911, Porsche Taycan og Toyota GR Supra. Loks eru úrslitabílarnir í hönnunarbíl ársins Alpine 110S, Mazda 3, Mazda CX-30, Peugeot 208 og Porsche Taycan.