Í kjölfar áttundu kynslóðar VW Golf kemur náfrændi hans Audi A3 í fimm dyra útfærslu. Líkt og í Golf verður rafmagnsútgáfa ekki í boði þar sem að Audi er einnig að þróa sinn eigin rafbíl í svipuðum stærðarflokki sem kynntur verður á næsta ári. Nýr Audi A3 verður samt með fjölda véla og tvinnútgáfa í boði líkt og í VW Golf og búast má við ennþá öflugri S3 og RS3 útgáfum í framhaldinu.