Skoda hefur tilkynnt hvaða nafn nýr rafdrifinn jepplingur frá þeim mun bera en þasð er Enyaq. Hann verður annar bíll Skoda til að vera 100% rafdrifinn en fyrir var Citigo-e. Enyaq er byggður á MEB undirvagninum sem er hinn sami og er undir nýjum VW ID.3 fólksbíl. Tilraunaútgáfa Enyaq var sýnd á bílasýningunni í Genf í fyrra og hét þá Vision iV en sá bíll var með sportlegu yfirbragði og fjórhjóladrifi með tveimur rafmótorum. Hvort Enyak verði í sviðpuðum stíl hefur þó ekki verið gefið upp ennþá. Enyaq kemur úr gelísku og þýðir innihald en allir rafbílar Skoda munu byrja með stafinn E í nafni sínu. Þar sem að allir jepplingar Skoda enda á Q er auðvelt að sjá að um jeppling er að ræða. Skoda áætlar að hafa 10 rafdrifin ökutæki á boðstólum árið 2022.