Á þriðjudag gaf nefnd á vegum NTSB umferðaröryggisstofnunarinnar út skýrslu vegna banaslyss sem varð á Tesla Model X í mars 2018. Þar lést Walter Huang, 38 ára gamall starfsmaður Apple þegar Model X bíll hans keyrði á vegrið á 113 km hraða. Huang hafði tilkynnt áður að Autopilot kerfi bílsins hafði ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilfellum, þar sem að bíllinn hafði leitað út af akrein út á vegöxlina. Gögn frá bílnum sýndu að Huang hafði í þau skipti notað hendurnar til að forðast árekstur en í árekstrinum hefðu hendur hans ekki verið á stýrinu síðustu sex sekúndurnar fyrir slysið. Ennfremur sýndu gögnin að bremsurnar voru ekki heldur notaðar rétt fyrir slysið. Þessu til viðbótar sýndu farsímagögn að Huang hafi verið að nota Apple snjallsíma sinn til að spila Three Kingdoms tölvuleikinn á meðan akstrinum stóð, og gögn frá bílnum sýndu að hendur Huang voru annars staðar en á stýrinu í alls 18 mínútur. NTSB ætlar að stefna málinu fyrir rétt þann 25. febrúar næstkomandi til að skera úr um orsök slyssins, en Tesla hefur ekki látið hafa neitt eftir sér ennþá vegna málsins.