Að sögn AutoExpress tímaritsins er ekki von á nýjum Corolla í GR útgáfu fyrr en 2023. GR Corolla mun nota sömu vél og í nýkynntum GR Yaris. Vélin er þriggja strokka 1,6 lítra vél sem skilar 268 hestöflum hvorki meira né minna. Að öllum líkindum verður GR Corolla einnig í boði með fjórhjóladrifinu sem þróað er í samvinnu við Makinen Racing. Líkt og í GR Yaris má búast við að GR Corolla verði með alveg nýja yfirbyggingu þótt bíllinn verði smíðaður á TNGA undirvagninum. Þó má búat við fjölliða fjöðrun og fleiri breytingum. Þessi bíll mun fá harða samkeppni frá nýjum Honda Civic Type R, Ford Focus RS og Hyundai i30 N þegar hann kemur á markað. Þar sem að Corolla er stærri bíll en Yaris má jafnvel búast við tengiltvinnútgáfu en það er þó bara spádómur eins og stendur.