Renault Clio hefur verið við lýði í 30 ár og nú er kominn nýr Clio eina ferðina enn. Við fyrstu sýn virðist hann ekki mikið breyttur og er það kannski ekki skrýtið. Renault Clio er mest seldi bíllinn í Evrópu í sínum flokki og því er eðlilegt að framleiðandinn vilji ekki breyta miklu þegar hann er með pálmann í höndunum. Samt er bíllinn mikið breyttur ef grannt er skoðað því að hann kemur á nýjum undirvagni. Með því að nota CMF-B undirvagninn á að nást meira innanrými og minni þyngd.

Innanrými er vel hannað og það munar um stóran upplýsingaskjá í miðju – stokki og stærri og þægilegri sæti. Gírstöngin er líka á þægilegri stað. MYNDIR//SIGTRYGGUR ARI

Það má þó öllum verða ljóst að innanrými bílsins er mikið breytt. Kominn er stór upplýsingaskjár fyrir miðju sem við þekkjum úr stærri Renault bílnum og reyndar Zoe líka. Skjárinn er 9,3 tommur og er lóðréttur í miðjustokknum. Auk þess er kominn nýr skjár í sjálft mælaborðið. Það er vert að minnast á hvernig öllu er haganlega vel komið fyrir í bíl í þessum stærðarflokki. Búið er að flytja gírstöngina aðeins uppá við í þægilegri stöðu nálægt stýrinu. Framsætin eru stærri og þægilegri og manni líður ekki eins og verið sé að keyra bíl í B-stærðarflokki, hvort sem horft er til pláss eða búnaðar. Má þar meðal annars nefna stillanlega díóðulýsingu og upphitað stýri. Afturí er plássið meira með meira hjólhafi þótt bíllinn sé reyndar 12 mm styttri. Fótaplássið er þó takmarkað eins og búast má við af bíl í þessum flokki. Farnagursrými er þokkalegt með sína 300 lítra en há sylla gerir það ekki eins aðgengilegt og afturhlerinn hefði gjarnan mátt vera síðari.

Með þriggja strokka, eins lítra vélinni er bíllinn nokkuð sprækur en aðeins búinn fimm gíra beinskiptingu. Sex gíra kassinn kemur með dísilvélinni.

Nokkrar vélar eru í boði og brátt verður hann einnig fáanlegur með tvinnbúnaði. Við reyndum hann bæði með 1,5 lítra dísilvélinni og eins lítra, þriggja strokka bensínvél með forþjöppu. Með eins lítra vélinni er hann aðeins boðinn með fimm gíra beinskiptingu on dísilbíllinn með sex gíra beinskiptingu. Það er mikill munur á þessum skiptingum og satt best að segja er bensínvélin nægilega aflmikil fyrir sex gíra og væri gaman að sjá þá skiptingu veð þá vél. Annars er þriggja strokka vélin með sín hudrað hestöfl vel spræk og gefur gott upptak þegar hún er komin á snúning. Fyrir þá sem vilja reynda minna á véina er 1,5 lítra dísilvélin góður kostur, 113 hestöfl og það sem er meira um vert 260 Newtonmetrar.

Pláss í aftursætum er viðunandi fyrir bíl í þessum stærðarflokki enda munar um lengra hjólhaf. Höfuðrými hefði þótt mátt vera betra.

Nýr Clio hækkar örlítið með nýrri kynslóð, úr 2.550.000 kr í 2.690.000 kr fyrir bensínbílinn. Kominn er meiri búnaður með snertiskjá og díóðuljósum í staðabúnai auk lyklalauss aðgengis. Stóri skjárinn kemur í Intens útgáfunni sem er vel búinn með 360 gráðu myndavélakerfi, fjarlægðarskynjurum, hita í stýri og díóðu aðalljósum. Keppinautar Renault Clio eru allnokkrir. Má þar helst hérlendis nefna Toyota Yaris, Ford Fiesta, VW Polo og Peugeot 208. Grunnverð hins vinsæla Yaris er 2.660.000 kr, Ford Fiesta 2.850.000 kr, VW Polo 2.490.000 kr og Peugeot 208 frá 2.490.000 kr.

Renault Clio 1,0
Grunnverð:                 2.690.000 kr.
Rúmtak:                      999 rsm
Hestöfl:                       100
Tog:                             160 Newtonmetrar
Upptak 0-100 km:       11,8 sek
Hámarkshraði:            187 km
L/B/H:                         4.047/1.945/1.440 mm
Hjólhaf:                       2.583 mm
Farangursrými:           300 lítrar
Eigin þyngd:                1.178 kg
CO2:                            99 g/km
Eyðsla bl ak:                5,2 l/100 km