Búið er að tilkynna hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í valinu á Heimsbíl ársins 2020. Forvalið stóð á milli 29 bíla en bílarnir þrír í úrlsitum eru Kia Telluride, Mazda CX-30 og Mazda 3. Einnig er búið að tilkynna um þrjá eftir bílana í aukaflokkunum fjórum sem valdir eru.

Í valinu á Heimsborgarabíl ársins eru í úrslitum Kia Soul EV, Mini Electric og Volkswagen T-Cross. Í luxusflokki eru Porsche 911, Mercedes EQC og Porsche Taycan í úrslitum. Í sportbílaflokki eru það einungis bílar frá Porsche sem komast í úrslit, en það eru 911, 718 Spyder og Taycan. Í flokki á bílahönnun ársins eru loks þrír bílar í lokavalinu, en þeir eru Mazda 3, Peugeot 208 og Porsche Taycan. Valið verður tilkynnt 8. apríl næstkomandi en það eru 86 bílablaðamenn víðsvegar að úr heiminum sem koma að þessu vali.