Náðst hjafa njósnamyndir af annarri kynslóð Opel Mokka við vetrarprófanir. Nýr Mokka mun verða frumsýndur í haust og er væntanlegur í sölu á næsta ári. Bíllinn keppir við Nissan Juke og Toyota CHR og verður meðal annars í boði sem tengiltvinnbíll.

Bíllinn er nokkuð líkur fyrri kynslóð þótt hann verði sportlegri í útliti. Munar þar mest um minni skögun frá hjólum út að stuðurum sem þýðir líka meira hjólhaf. Eitthvað verður líka byggt á útliti Opel GT X tilraunbílsins. Líkt og Opel Corsa verður bíllinn byggður á CMP undirvagninum frá Peugeot sem er einnig undir Peugeot 2008. Það þýðir að einnig getur verið von á bílnum í 100% rafútgáfu. Grunnútgáfur verða með litlum bensínvélum með forþjöppu.