Elon Musk tilkynnti á Twitter reikningi sínum í dag að Tesla hefði framleitt milljónasta rafbílinn. Bíllinn er af gerðinni Model Y sem væntanlegur er á markað innan skamms, en fyrir framleiðir Tesla Model S, Model X og Model 3.

Elon Musk birti mynd af milljónasta bílnum ásamt starfsmönnum Tesla sem framleiddu bílinn. Tesla er fyrsti framleiðndi rafbíla til að ná þessu marki, en Tesla er jafnframt stærsti framleiðandi rafbíla eftir að þeir tóku fram úr kínverska framleiðandanum BYD. Það gerðist í október í fyrra, en þá hafði Tesla framleitt 807.954 rafbíla á meðan BYD hafði framleitt 787.150 bíla, suma þeirra tengiltvinnbíla. Tesla hefur aukið framleiðslugetu sína talsvert síðan þá með opnun Gigaverksmiðjunnar í Shanghai. Þar áætlar Tesla að geta framleitt 150.000 bíla, en í verksmiðju sinni í Fremont sem framleitt getur 500.000 bíla í lok þessa árs er framleiðslugeta Tesla kominn í 650.000 bíla á ári.