Porsche Macan var fyrst kynntur árið 2014 og það styttist í nýja kynslóð af honum. Búast má við að við sjáum nýjan Macan á næsta ári og ein útgáfa hans verður 100% rafdrfinn að sögn talsmanns Porsche.

Rafdrifinn Macan er þróaður í samstarfi við Audi og notar PPE undirvagninn sem er fyrir stærri og hærri rafbíla Volkswagen samsteypunnar. Macan verður fyristi Porsche bíllinn til að nota þennan undirvagn en verður þó áfram í boði með bensínvélum og dísilvélum að sögn Dr Michael Steiner stjórnarmanns hjá þróunardeild Porsche. „Við munum bjóða Macan með brunahreyflum samhliða rafbílnum í nokkur ár“ útskýrir Steiner. „Það mun svo fara eftir eftirspurn hversu lengi þeir verða þannig í boði.“