Tesla mun vera að leita að stað fyrir næstu verksmiðju í Bandaríkjunum um þessar mundir. Sú verksmiðja á meðal annars að smíða Cybertruck pallbílinn en einnig sjá um að setja saman Model Y fyrir austurströnd Bandaríkjanna.

Elon Musk, forstjóri Tesla tvítaði á dögunum að verksmiðjan yrði í miðjum Bandaríkjunum. Heimildarmaður innan Tesla lét hafa eftir sér að verið sé að skoða Nashville í þessu sambandi en tók fram að engin lokaákvörðun hefði verið tekin. Elon Musk sagði svo í öðru tvíti að verksmiðjan myndi einnig sjá um samsetningu á Model Y fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Nashville er líklegur staður þar sem að Tennessee hefur orðið eins konar miðstöð bílaframleiðslu í Bandaríkjunum, sér í lagi fyrir rafknúin ökutæki. Bæði Volkswagen og Nissan hafa sett upp verksmiðjur í Tennessee. Þessi verksmiðja yrði sú þriðja í Bandaríkjnum, en Tesla er nýbúin að smíða verksmiðju í Shanghai og einnig eru framkvæmdir við verksmiðju í Þýskalandi hafnar.