Einn mikilvægast bíll Ford vestanhafs er Ford F-150 pallbíllinn en næsta kynslóð hans verður frumsýnd bráðlega. Framleiðsluáætlunum mun þó seinka um tvo mánuði eða svo vegna COVID-19 faraldursins en hægt verður að panta bíla í byrjun júní.

Ford ásamt samkeppnisaðilum áætlar að opna verksmiðjur sínar að hluta þann 18. Maí en þær hafa staðið auðar síðan í mars. Næsta kynslóð F-150 verður meðal annars fáanleg í tengiltvinnútgáfu og von er á 100% rafútgáfu á seinni stigum. F-150 Raptor verður einnig í boði en líklega ekki fyrr en 2022. Sex vélar verða í boði en tengiltvinnbíllinn mun nota 3,5 lítra vél með forþjöppu ásamt rafmótornum.