Næsti rafbíll Nissan fyrir Evrópumarkað er Nissan Ariya og nýlega komu þessar einkaleyfismyndir af honum fram á sjónarsviðið. Eins og sjá má líkist hann mikið tilraunabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í Tokyo í fyrra.

Það er aðallega neðsti hluti bílsins sem er öðruvísi en tilraunabíllinn en hliðarsvipur hans er nánast sá sami. Engir hliðarspeglar eru sjáanlegir á myndunum sem gæti bent til þess að notaðar verði mydnavélar í staðinn. Undirvagninn verður sá hinn sami og væntanlegum rafjepplingi frá Renault en hann er breytanlegur eftir stærð og fjölda rafmótora. Nissan segir að rafmótorarnir verði tveir og að bíllinn verði fjórhjóladrifinn, en einnig veður bíllinn með annars stigs sjálfkeyrandi búnað.