Renault áætlar að koma með nýjan rafjeppling á markað innan 18 mánaða en hann verður byggður á grunni Morphoz tilraunabílsins. Sá bíll var reyndar mjög hátæknivæddur og eflaust mun ekki allt sem sást í þeim bíl koma í þessum nýja rafbíl.

Group Renault hefur sagt að tveir nýir rafbílar séu væntanlegir á næstu 18 mánuðum og þegar hefur verið staðfest að annar þeirra sé Dacia Spring rafbíllinn. Hinn verður byggður á nýja CMF-EV undirvagninum sem þróaður var í samstarfi við Mitsubishi. Fyrsti bíllinn sem byggður er á þeim undirvagni er Nissan Ariya tilraunabíllinn sem líklegt er að fari í framleiðslu. Þótt engar tölur um drægi og þess háttar hafi verið gefnar upp ennþá má búast við drægi nálægt 500 km. CMF-EV undirvagninn getur verið bæði fyrir framhjóladrif eða fjórhjóladrif svo eflaust verður bæði í boði.