Tælenski bílaljósmyndarinn Passakorn Leelawat náði á dögunum þessari mynd af Toyota Corolla Cross í dulargervi í umferðinni í Bangkok. Hér virðist vera um ffrumgerð bílsins að ræða en erfitt er að gera sér grein fyrir því vegna sjónarhornsins og dulargervisins. Samkvæmt upplýsingum sem birtar voru nýlega á fundi söluaðila Toyota er von á slíkum bíl á næsta ári. Verður sá bíll smíðaður í nýrri verksmiðju í Alabama í samstarfi við Mazda. Hann verður byggður á TNGA-C undirvagninum og líklega með 1,8 lítra bensínvél í tvinnútgáfu. Meðal samkeppnisaðila verða nýr Nissan Qashqai, Hyundai Tucson og Honda HR-V, ásamt Mazda CX-30.