Það styttist í að nýr Jagúar XJ fari í framleiðslu en hann verður 100% rafdrifinn. Búist er við að hann verði frumsýndur í lok ársins og mun hann þá keppa við Mercedes-Benz EQS til að mynda.

Bíllinn verður byggður á MLA undirvagninum sem leyfir samsetningu á 100% rafdrifi, tengiltvinnútgáfu eða mildri tvinnútgáfu. Jagúar hefur aðeins rætt um að hann verði rafdrifinn en það útilokar ekki að það komi tengiltvinnútgáfa af honum. Að sögn yfirhönnuðar Jagúar, Julian Thomson í viðtali við ÁutoExpress verður XJ mjög hljóðlátur lúxusbíll. Hann verður með löngu húddi eins og sjá má af njósnamyndum og byggja á útliti fyrri kynslóðar með nútímalegum áherslum. Afturendinn verður líklega byggður á útliti XF með ljósum sem ná yfir alla breidd bílsins. Bíllinn verður smíðaður í Castle Bromwich í Bretlandi, en rafhlaðan í nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover í Hams Hall í Bretlandi, en hún getur séð þeim fyrir 150.000 rafhlöðum á ári.