Þeir sem sérhæfa sig í að taka njósnamyndir af bílum framtíðarinnar telja sig hafa náð á mynd næstu kynslóð Mercedes-Benz GLC. Þessar myndir teknar með miklum aðdrætti sýna bílinn við prófanir í Þýskalandi. Nokkur ár eru í að við munum sjá nýjan GLC á götunum en þrátt fyrir mikinn felubúnað má sjá að bíllinn verður stærri og fær alveg nýtt útlit.

Líkt og næsta kynslóð C-línunnar fær þessi nýi bíll MRA undirvagninn sem búið er að breyta svo að hann geti boðið upp á 100% rafmagn ef þess ber undir. Bíllinn verður boðinn með fjögurra og sex strokka bensín- og dísilvélum sem allar munu fá einhverskonar tvinnútfærslu. Með mildri tvinnútfærslu verður hann með 14 hestöfl frá rafmótor svo að hann geti slökkt á vélinni við áreynslulausan þjóðvegaakstur. Einnig verður í boði öflugri tengiltvinnútfærsla. Augljóst er að bíllinn verður lengri en núverandi kynslóð og með lengri framenda, auk stærra farangursrýmis sem sést á stærri C-bita. Búast má við nýju MBUX kerfi í stafrænni innréttingu líkt og í nýrri S-línu sem náðist á mynd á dögunum.