Von er á andlistlyftingu á Hyunda Santa Fe í sumar og Hyundai hefur látið frá sér þessa skuggamynd sem sýnir framenda bílsins vel. Búið er að endurhann framendann mikið eins og sjá má með stærra grilli og nýjum T-laga dagljósum. Nýr Santa Fe fær nýjan undirvagn sem er óvenjulegt fyrir bíl sem er ekki ný kynslóð. Undirvagninn er sá sami og er undir nýjum Sonata og er af þriðju kynslóð. Að sögn framleiðandans mun sá undirvagn tryggja betri aksturseiginleika og ekki síst meira öryggi ef til árekstur kemur. Munar þar um endurhönnuð krumpusvæði og meiri notkun hágæða stáls. Nýr undirvagn mun líka þýða meira úrval tvinnútfærslna, en líklegasta vélin þar er 1,6 lítra bensínvél sem einnig er í Ionic og Kona.