EuroNCAP er um það bil að fara að breyta árekstrarprófunum sínum talsvert með því að refsa stærri bílum ef þeir eru líklegir til að valda litlum bílum meira tjóni. Eru breytingarnar tilkomnar vegna þess að jeppar og jepplingar virðast koma betur út úr árekstrum við minni bíla. Til að mæla þetta verður nýr árekstrarvagn notaður með stuðara sem lagst getur saman og þannig mælt hversu mikið bílar beygla aðra bíla við árekstur. Mun vagninn vera á 50 km hraða við prófunina til að líkja sem best eftir raunaðstæðum. Með þessu er verið að fá framleiðendur til að taka tillit til minni bíla við hönnun bíla sinna. Auk þessa verður ný árekstrarbrúða kynnt sem kallast THOR og stendur fyrir Test device for Human Occupant Restraint. Mun hún líkja betur eftir hvað líkaminn gerir við árekstur, en hún verður mun dýrari en hver slík mun kosta 100 milljónir íslenskra króna.