Mercedes-Benz er að endurhanna SL sportbílinn frá grunni en hans er að vænta seint á næsta ári. Mun nýr SL verða hannaður ásamt AMG og verða með sæti fyrir fjóra. Þótt markaður fyrir sportbíla sé ekki stór og sé aðeins rétt rúmt prósent af árlegri sölu merkisins hefur eftirspurn eftir þeim aukist talsvert undanfarið. Verður nýr SL einnig í boði sem tveggja sæta GT bíll og munu báðir nota sama undirvagn. Þessi nýi undirvagn verður úr áli og því léttari en áður. Minnsta vélin verður þriggja lítra, sex strokka línuvél en einnig verður V8 vél í boði. Auk þess verður hann boðinn í tengiltvinnútgáfu sem leggði áherrslu á mikið afl. Búast má við að SL 73 útgáfa yrði yfir 800 hestöfl.