Honda hefur kynnt nýja gerð Jazz sem kallast Crosstar og líklega fylgja fleiri slíkar gerðir í kjölfarið. Þótt ekki sé um eiginlegan jeppling að ræða er bíllinn hugsaður sem keppinautur við Fiesta Active til að mynda og þess vegna gæti Civic Crosstar verið í kortunum til að keppa við Focus Active. Jazz Crosstar er með meiri veghæð en hefðbundinn Jazz auk þess sem að framendinn er endurhannaður, þakbogar verklegri og boðinn í tvílit. Að sögn Hlyns Pálmasonar er Jazz Crosstar væntanlegur til Íslands um mitt sumar.